Ég fór á bókasafn áðan og tók mér bók, komin tími til.
Ég fór svo í klippingu. Núna er ég ekki með neitt hár lengur. Okei smá, en ekki mikið. Ég fæ áfall þegar ég vakna á morgun og lít í spegilinn.
Og alltaf held ég áfram að vera fyrirmyndarökumaður.
Dæmisaga:
Ég var að bíða á beygjuljósi hjá Kolaportinu. Ég bíð og bíð. Svo bíð ég meira. Græna ljósið kemur loksins og ég tek mína fögru vinstri beygju. Þegar ég er svona hálfnuð mér beygjuna sé ég að ég er að stefna inn á vitlausan vegarhelming. Ég ákveð að það sé skynsamlegra að halda sig hægra megin, þrátt fyrir það að mér finnist vinstri hliðin mun skemmtilegri. Ég beygi snögglega og viti menn, keyri á kantinn á umferðareyjunni. Dekkið mitt sprakk.
Gullstjarna handa Tinnu.
Þetta endaði þannig að Pabbi hennar Freyju skipti um dekkið, en bara af því ég var í nýjum fötum. Annars hefði ég örugglega getað það........
Núna ætla ég að gæða mér á Skógarsveppasúpu.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 19:41
2 comments